4. júl. 2007 |
Fangelsisreglur |
Í Blaðinu í gær var fjallað um aðstöðu kvenfanga í fangelsinu í Kópavogi. Þar segir meðal annars: Reglan er sú að karlar mega ekki vera inni á klefum kvenna og öfugt. ... Það er reynt að hafa umgengnina sem eðlilegasta. Það er hins vegar ekki leyfilegt að stofna til sambanda.
Þegar ég var nemi í afbrotafræði við Háskólann fengum við til okkar gest frá fangelsismálastjórn, afbrotafræðing sem sér um vistum fanga í og utan fangelsa. Hann skýrði fyrir okkur ástæðu þessara reglna.
Einhverju sinni hafi það komið upp að karlmaður í fangelsinu stofnaði til sambands við konu þar. Hefði það ekki þótt athugavert nema vegna þess að maðurinn átti konu og börn sem þar að auki komu í heimsókn hverja helgi. Vegna trúnaðar starfsfólks við fanga máttu þeir ekki segja eiginkonunni frá þessari hegðun mannsins enda braut hún ekki í bága við lög fangelsisins. Í kjölfarið voru þessar reglur settar.
Þær hljóma einhvern veginn mun betur þegar skýringin er fyrir hendi. |
posted by ErlaHlyns @ 23:49 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|