Hugleiðingar konu v. 6.0
 
1. júl. 2007
Spuni í verki
Ég fékk þá flugu í höfuðið um daginn að þetta væri einum of mikil tilviljun. Nýr forsætisráðherra tekur við í Bretlandi og hann er varla búinn að lýsa því yfir að við þurfum að berjast gegn hryðjuverkum þegar lögreglunni tekst á hetjulegan hátt að koma í veg fyrir hryðjuverkaárás þar sem fjöldi fólks hefði án efa látið lífið.

Nú er ég ekki að hóta hryðjuverkum en ef ég ætlaði að skipuleggja slíkt myndi ég líklega ekki skilja einn sprengjubílinn eftir á útrunnum stöðumæli.

Gordon Brown vill tengja þessa tilraun til hryðjuverka við Al-Qaida. Ef þeir eru svona illa skipulagðir þarf væntanlega lítt að óttast þá.

Á næstu dögum mun herra Brown festa sig í sessi á eftirminnilegan hátt sem öflugur forsætisráðherra. Þeir sem töldu hryðjuverkaógnina vera frá fá staðfestingu á því að hún er enn til staðar. Þeir sem álitu Blair einan vera nógu öflugan til að takast á við hryðjuverkin fá nú að sjá hvernig Brown nær að hafa stjórn á aðstæðum.

Enginn slaðaðist. Engum varð meint af. Enginn mun efast um að Gordon Brown hafi verið rétti maðurinn í embættið.
posted by ErlaHlyns @ 23:18  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER