Hugleiðingar konu v. 6.0
 
16. jún. 2007
Litakóðar
Singelringen hinn sænski er umtalsefni Jóns Axels Ólafssonar á bloggsíðu hans í dag.

Ég man vel eftir því þegar þessi hringur kom fyrst á markað árið 2005. Ég skildi það ekki þá og skil ekki enn. Af hverju er hringurinn skærblár?

Ég get ómögulega séð það fyrir mér að ég myndi ganga með túrkísbláan hring nema ég væri í túrkísblárri flík. Eða svartklædd.

Mér verður hugsað til plastarmbandanna sem voru vinsæl fyrir nokkru.

Upphaf þeirrar tískubylgju má rekja til þess að styrktarsjóður Louis Armstrong og Nike létu framleiða gul armbönd og rann ágóðinn af sölunni til baráttunnar gegn krabbameini.

Armböndin rokseldust og fleiri fóru að selja armbönd til styrktar einhverju málefni. Þeir sem keyptu rauð armbönd lögðu sitt á vogarskálarnar í baráttunni gegn AIDS og appelsínuguli liturinn var tengdur reykingabindindi.

Næsta skref var auðvitað að gróðafíknin tók völdin og ekki var lengur neitt að marka litina. Pétur og Páll voru nefnilega líka farnir að framleiða armbönd en gróðinn fór aðeins til þeirra sjálfra.

Ætli hringar í öllum regnbogans litum séu það sem koma skal?
posted by ErlaHlyns @ 22:40  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER