Hugleiðingar konu v. 6.0
 
14. jún. 2007
What the ... ?
Þú getur vart ímyndað þér gleði mína þegar ég sá að myndin What the bleep do we know? var á dagskrá í kvöld. Ég læt það liggja á milli hluta að hún hafi verið sýnd á miðvikudagskvöldi þegar enginn er að horfa. Fyrir þá sem ekki hafa séð hana get ég fullyrt að hún fjallar um allt milli himins og jarðar.

Aðalleikonan, Marlee Beth Matlin, er heyrnardauf í raun og veru. Þeir sem horfa á semí-erótísku lesbíuþættina The L-word hafa væntanlega séð hana reykja forboðnar jurtir og kyssa hina undurfögru Jennifer Beals sem gerði garðinn frægan í Flashdance.

Þeir sem leita langt yfir skammt geta fullyrt að þarna hafi skammtafræðin sameinast kynvillunni.

Hinir geta horft á The Secret.
posted by ErlaHlyns @ 00:12  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER