2. jún. 2007 |
Þessi stelpa |
Mér fannst athyglisvert hvernig Geiri á Goldfinger talaði um þá tvo blaðamenn sem unnu að greininni í Ísafold þegar hann sat fyrir óljósum svörum á Stöð 2.
Þær eru búnar að tala allar við Jón Trausta eða einhverja stúlku sem heitir Ingibjörg. Og nokkru síðar. Ég held að þetta séu ágætis menn, Jón Trausti og þessi stelpa.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hefur verið afkastamikill blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi Ísafoldar frá stofnun blaðsins. Meðal annars vann hún greinina sem afhjúpaði illan aðbúnað aldraðra á Grund. Þar áður var hún blaðamaður á Mannlífi. Mér finnst hún vera aðeins meira en bara einhver stelpa.
Og fyrst orðið stelpa er hér til umræðu þá má taka fram að Ingibjörg er eldri en Jón Trausti. En kannski man Geiri bara ekki nöfn sem eru lengri en 10 stafir. |
posted by ErlaHlyns @ 00:22 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|