24. maí 2007 |
Háleit markmið |
Þetta var enn krúttlegra því um beina útsendingu var að ræða.
Ragnhildur Steinunn spyr kórdrenginn með gleraugun: Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Kórdrengur, stoltur á svip: Ég ætla að verða fisksali! Ragnhildur, sem tekst að halda andliti: Af hverju fisksali?? Drengur: Því mér finnst svo gaman að halda á fisk.
Þegar minn helsti keppinautur barnaskólans í einkunnum og almennum viðurkenningum fór að skrifa í minningabækurnar að hún ætlaði að verða forseti varð ég auðvitað að hugsa upp eitthvað betra.
Sjö ára skrifaði ég hjá hverjum sem skrif mín vildi fá að ég ætlaði að verða bankastjóri. |
posted by ErlaHlyns @ 21:05 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|