16. maí 2007 |
Einkahúmor |
Búin í aðgerð og furðu hress. Hringdi í pabba sem sagðist ekki frá því að ég væri jafnvel hressari en venjulega. Spurning hvort ég þurfi ekki að fara reglulega í aðgerðir svona til að viðhalda glaðværðinni.
Ég er annars komin með plan. Ef fólk á förnum vegi spyr mig hvernig aðgerð ég hafi farið í ætla ég að líta á myndarlegan barminn, kreista hann duglega og segjast hafa verið að fá mér sílíkon.
Þeim sem ég þekki betur ætla ég að segja að ég hafi verið í fegrunaraðgerð á skapabörmum. Sú yfirlýsing mun koma án nokkurra handahreyfinga.
Auðvitað sagði ég mömmu þessa brandara mína en henni fannst þeir miður fyndnir. Hún minnti mig líka á að eitt sinn hefði ég verði ólm í að fá mér sílíkon í brjóstin. Ég benti henni á að það væri áratugur síðan og nú væri ég bæði þroskaðri og vitrari. Sá brandari fannst henni heldur ekkert fyndinn. |
posted by ErlaHlyns @ 22:17 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|