18. maí 2007 |
Bittersweet symphony |
Almennt er ég ekki mikið fyrir Hollywoodmyndir en þær myndir sem sýndar eru á vegum Græna ljóssins eru síður en svo hefðbundnar.
Almennt er ég ekki hrifin af ástarmyndum en The Painted Veil er alveg í sérflokki, enda gerð eftir sögu Somerset Maugham.
Seint verð ég kvikmyndagagnrýnandi því helst vil ég láta sem minnst uppi. Sjálfri þykir mér best þegar ég veit ekkert um myndir áður en ég sé þær og kýs því að skemma sem minnst fyrir komandi áhorfendum með óþarfa staðreyndum. Hughrif eru annað mál.
The Painted Veil er falleg, en samt ljót. Glæðir vonir en tekur á. Hún er ljúfsár og nær að fanga svo margt sem sjaldgæft er að sjá í myndum frá borg englanna.
Hún hreyfði við mér, og það eru fréttir. |
posted by ErlaHlyns @ 21:57 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|