Hugleiðingar konu v. 6.0
 
29. maí 2007
Frelsi, ekki helsi
Ástæðulaust er að þú missir af því þegar ég tjái mig á öðrum stöðum netheims:

Það er enginn að banna reykingafólki að vera á veitinga- og skemmtistöðum, því er bara bannað að reykja þar.

Mér finnst þeir sem eru andvígir reykingabanninu oft vera með hjákátlega útúrsnúninga, svo sem að það eiga að banna neyslu beikons og banna að borða snickers í strætó. Hvernig slík hegðun getur valdið heilsubresti hjá þeim sem standa nærri er mér ómögulegt að skilja.

Og það hefur kannski farið framhjá einhverjum að það er bannað að reykja á fjölmörgum öðrum stöðum, s.s. kvikmyndahúsum og skólum. Þetta mátti þó áður. Eru eigendur veitingahúsa rétthærri þegar kemur að því að samþykkja krabbameinsvaldandi andrúmsloft fyrir kúnna sína og starfsfólk?
posted by ErlaHlyns @ 00:03  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER