Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. maí 2007
Af förum og óförum
Í lok bréfs Ástþórs Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu í gær titlar hann sig formann Friðar 2000 og fyrrverandi forsetaframbjóðanda.

Er komíð í tísku að halda á lofti markmiðum sem ekki var náð? Er kominn tími á að útlista hrakförum í ferilsskránni - rifja upp ósigurinn í formannsslagnum í menntó, skýra frá því þegar draumadísin hló að bónorðinu og nefna að Nýsköpunarsjóði leist afar illa á verkefnið sem sótt var um styrk til?

Ég get örugglega tínt sitthvað til ef ég læt ljós mitt skína í lesendadálkunum.
posted by ErlaHlyns @ 02:09  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER