4. jún. 2007 |
Konur sem bakka |
Femínistar banna ekki konum að vera heimavinnandi, þvert á móti vinna femínistar að því að vekja fólk til umhugsunar um að það starf eigi að skipa alveg jafnan virðingar- og valdasess og önnur störf í þjóðfélaginu.
Þetta segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir í pistli á Vefritinu. Hún segir líka:
Til dæmis er því ... haldið fram að konur geti ekki bakkað í stæði
Fyrir nokkrum árum bjó ég í bakhúsi í 101 Reykjavík. Við húsið mitt hafði ég afnot af bílastæði. Innkeyrslan var það þröng að þegar ég ók bílnum mínum þar inn voru um tíu sentimetrar hvoru megin að næstliggjandi húsum.
Þegar ég kom akandi heim hafði ég daglega um þrjá kosti að velja: Að bakka inn innkeyrsluna, að keyra inn til þess eins að þurfa síðar að bakka út, eða hringsóla um hverfið þar til ég fengi stæði í grenndinni.
Ég valdi iðulega annan fyrri kosta.
Stuttu eftir að ég flutti inn kom leigusalin að tali við mig: Ég heyrði smá dynk um daginn og velti fyrir mér hvað hefði komið fyrir en sá svo að það varst bara þú sem hafðir keyrt á húsið mitt.
Einhverjar óupplýstar konur hefðu mögulega hugsað: Tja, ég er nú bara kona og get auðvitað aldrei lært að bakka.
En stuttu áður hafði ég tekið ákvörðun. Næsta verkefni mitt í lífinu var að læra að bakka, og það með nákvæmni.
Eftir það bakkaði ég alltaf í gegn um innkeyrsluna. Fyrst afar hægt og rólega, en síðar jókst hraðinn.
Í dag er ég afar fær um að bakka. Meira að segja hef ég lenti ég í því eitt sinn að farþegi minn klappaði saman höndum fyrir bakkfærni minni og hrósað mér í hástert. Ekki að ég sé að vera vanþakklát, en af hverju ætti ég ekki að geta lært að bakka?
Æfingin skapar meistarann. Í þessu, sem öðru. |
posted by ErlaHlyns @ 22:52 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|