Hugleiðingar konu v. 6.0
 
7. jún. 2007
Málsatvik
Flestir muna líklega eftir fréttaumfjöllun nýlega þar sem eldri maður sagðist hafa verið lokkaður inn í húsasund og verið þar bæði barinn og rændur. Hann hafði lagt inn umsókn vegna þjónustuíbúða eldri borgara við Vitatorg en dregið hana til baka eftir þetta atvik. Miðborgin var greinilega stórhættulegur staður.

Dóttir mannsins tók undir þessi orð í sjónvarpsviðtali og sagði agalegt að eldra fólk væri þarna hvergi óhult.

En óhult fyrir hverju?

Á vef Hæstaréttar má lesa:

Málsatvik sé á þá leið að óskað hafi verið eftir lögreglu að Frakkastíg í Reykjavík aðfararnótt 27. maí sl. kl. 03:59, þar sem maður hafi verið barinn og rændur. Hafi lögregla komið að A (brotaþola) sem var alblóðugur í framan. Hafi brotaþoli greint svo frá að hann hafi verið á Laugavegi og hafi þar hitt fyrir unga stúlku og byrjað að ræða við hana. Hafi hún boðið honum að hafa samfarir við sig. Hafi hann þá innt hana eftir því hvert þau ættu að fara og hafi hún bent á húsasund þar skammt frá og leitt hann inn í húsasundið. Hafi hann spurt hvað þetta myndi kosta, en hann héldi að hann hefði meðferðis um 5000-6000. Hafi hann ekki vitað fyrr en ráðist hafi verið aftan að honum svo hann féll í jörðina. Hafi hann verið kýldur í andlit og sparkað í bakið á honum á meðan hann lá í jörðinni, farið fram á að hann afklæddist jakkanum og afhent hann, því næst leitað í vasa hans og tekið þaðan veski og farsíma. Hafi verið tekið af honum um 6000-7000 í seðlum, eitt debetkort og kreditkort. Stúlkan sem um ræðir hafi gefið sig fram við lögreglu og kvaðst hafa hitt brotaþola á Laugavegi, hann hafi beðið um að hafa við hana kynmök og hún kvaðst hafa tekið því gegn greiðslu.
posted by ErlaHlyns @ 19:29  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER