14. jún. 2007 |
Okkitískur |
Línúði er algjört þarfaþing.
Fyrir þá sem ekki vita hvað línúði er þá kallast hann Eau de Linge upp á frönsku. Á fjöldaframleiddri plastflöskunni segir að konur i Provence hafi löngum sett ilmefni í vatnið sem þær straujuðu með og þannig hresst upp á þvottinn.
Nú strauja ég kannski fimmta hvert ár þannig að minn tilgangur er annar. Ég spreyja þessu yfir rúmfötin þannig að þau eru alltaf eins og nýkominn úr þvotti.
Verslun L´Occitane er hreinlega full af bráðnauðsynlegum vörum.
Í dag keypti ég mér ilmvatn, nema hvað að það er í föstu formi. Konan í búðinni sagði marga halda að þessi ilmkrem væru varasalvi og klíndu beint á varirnar á sér, við mikinn ófögnuð.
Af forvitni fletti ég occitane upp í fransk-íslenskri orðabók og sá að það þýðir okkitískur. Því fletti ég síðan upp í íslenskri orðabók en fann ekki.
Hvað merkir þetta eiginlega? |
posted by ErlaHlyns @ 20:56 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|