2. júl. 2007 |
Lystlækkandi |
Eins og ég minntist á hér neðar þá finnst mér Iggy Pop ekki mjög æsandi í útliti þó söngurinn geti verið það. Sömuleiðis finnst mér útlit hans ekki mjög lystaukandi. Engu að síður er stórt veggspjald af honum hangandi við einn básinn á American Style.
Vinur minn plataði mig á þessa amerísku hamborgarabúllu. Hann fékk sér borgara. Ég þakkaði fyrir að vera bara með bjór þegar ég sá útskurðina á borðinu.
Legsafi vakti athygli mína. Síðan voru það Guðjón hommi og Steinar surtur. Símanúmerið hans Steinars fylgdi með. Ég ætla ekki að hringja.
Mér flaug í hug að skera Typpahár í borðplötuna en vini mínum fannst það slæm hugmynd. Líklega hef ég verið búin að drekka of marga bjóra.
Þar sem ég hef aðeins einu sinni áður farið á þessa búllu get ég ekki fullyrt að við höfum setið á þeim bás er mest gæti lækkað matarlyst mína. |
posted by ErlaHlyns @ 23:20 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|