17. júl. 2007 |
Ísbíltúr |
Nýlega heyrði ég í gömlum kunningja mínum. Ég var farin að halda að hann væri farinn yfir móðuna miklu þegar ég loks fékk sms frá honum. Hann var þá að koma úr meðferð sem honum hafði boðist eftir mánaða dvöl í fangelsi fyrir fíkniefnabrot.
Fyrr í kvöld sótti ég hann á AA-fund. Við ákváðum að hittast og fá okkur ís. Leiðin lá í fyrrum Álfheimaísbúðina sem nú er í Skeifunni og heitir Erlu-ís. Þegar þangað var komið sáum við að yfir tugur manna var á undan okkur og þar sem hann þurfti að vera kominn snemma aftur á áfangaheimilið fórum við í fáfarnari ísbúð.
Hann pantaði millistóran ís í brauðformi en fékk í hendurnar ís sem virtist í yfirstærð. Ég kláraði minn ís á undan honum. Hann flýtti sér samt til að verða ekki of seinn. Ég henti gaman af því að allt útlit væri fyrir að honum yrði hent aftur í fangelsi fyrir að brjóta útivistarreglurnar með því að fara í ísbíltúr með vinkonu sinni.
Hann var þakklátur. Þakklátur fyrir að fá tækifæri til þess að koma við á áfangaheimili á leið sinni aftur út í samfélagið. Ég var honum hjartanlega sammála þegar hann sagði að það þyrftu að vera fleiri slík heimili til staðar. Það eru ekki allir jafn heppnir og hann. |
posted by ErlaHlyns @ 00:31 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|