Hugleiðingar konu v. 6.0
 
11. júl. 2007
Dauðasyndir
I´ve been tagged, eins og maður segir á góðri íslensku.
Þar að auki hef ég verið klukkuð. Nóg að gera.

Syndir mínar

1. Ég drekk of mikið, borða of mikið og sef of mikið.
Kannski eru þetta þrjár syndir en ég vil telja þær sem eina. Eru þessar syndir ekki einum of algengar? Eru þetta syndir í raun?

2. Oft veit ég ekki hvort ég er að koma eða fara.
Líklega ekki dauðasynd en veldur mér engu að síður vandræðum.

3. Ég legg hluti frá mér á óviðeigandi staði.
Eitt sinn gerði ég dauðaleit að lyklunum mínum. Þá fann ég síðar í frystinum. Nokkru seinna henti ég poka með húslyklum og farsíma í ruslið.

4. Ég þvæ of sjaldan.
Stundum vantar mig hreina sokka. Þið sem þekkið mig hafið séð ósamstæðu pörin á fótum mér.


Hlutir sem fáir vita um mig

1. Ég geng alltaf með minnisblokk á mér.
Í einhverju bíóhúsinu furðaði bróðir minn sig mikið á því þegar ég dró upp blokkina í miðri mynd og fór að skrifa.

2. Ég vil ekki að börnin mín komandi verði skírð.
Minn (ó)heppni eiginmaður þarf að skÍra fyrir fjölskyldu sinni að ég er utan trúfélaga.

3. Í einni af minni óformlegu félagsfræðistúdíum ,,deitaði" ég mann til skamms tíma
Hann var íranskur múslimi sem var hér á landi að sinna orkurannsóknum. Ég fræddi hann um femínisma.

4. Ég var trúlofuð konu í þrjár vikur.
Við bjuggum saman í þrjú ár. Það er lengsta samband mitt.

5. Kaldaljós eftir Vigdísi Grímsdóttur breytti lífi mínu
Sem unglingur las ég þessar dæmigerðu unglingabækur, fannst þær drepleiðinlegar og þóttist vita skáldsögur væru ekkert fyrir mig. Þegar mér var gert að lesa Kaldaljós í íslensku í menntaskóla opnaðist mér nýr heimur og ég hef síðan haft mikið dálæti á góðum skáldverkum.
posted by ErlaHlyns @ 23:24  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER