Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. júl. 2007
Oj, hvað barnið þitt er ljótt!
Eigandi íslensks tvífara ljótasta hunds í heimi tjáði sig nýlega um hversu mikla þörf ókunnugt fólk á götum úti hefði fyrir að segja henni hvað hundurinn hennar væri ljotur. Að óreyndu hefði ég vart trúað þessu.

Fyrir nokkrum árum þegar ég passaði hreinræktaðan chihuahua hund fékk ég oft að heyra hróp og köll fullorðins fólks um hvað minn hundur væri ljótur. Mér er sérlega eftirminnilegt þegar maður sem var á gangi hinum megin við götuna hrópaði til mín: Þetta er ekki hundur, þetta er rotta!

Börnum fannst hundurinn þó afar fallegur og eltu þau okkur jafnvel uppi til þess eins að fá að klappa litla sæta hundinum.

Já, það var sumsé fullorðið fólk sem sá ástæðu til að kalla hundinn öllum illum nöfnum.
posted by ErlaHlyns @ 21:57  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER