Hugleiðingar konu v. 6.0
 
5. júl. 2007
,,Rökræður"
Fyrir þá sem ekki náðu að fylgjast með Íslandi í dag í kvöld ákvað ég að birta hér samantekt úr viðtali við forsvarsmann mótmælenda heimilis fyrir heimilislausa við Njálsgötuna.

Pétur Gautur Svavarsson, myndlistarmaður, mætti Katrínu Rut Bessadóttur, fréttakonu, í þættinum.

P: Þú þarft bara að fara inn á mbl og sjá hversu mikið af íbúðum í þessu litla hverfi eru til sölu.
K: En var það ekki áður?
P: Jú, vafalaust.

P: Í þessu litla hverfi býr nú þegar 30 % velferðarúrræða í 101.
K: Og er mikið kvartað yfir því?
P: Nei

K: Ertu ekki dálítið mikið að gefa þér að þeir séu í eiturlyfjaneyslu?
P: Þeir eru það.
K: Veistu hvaða menn þetta eru?
P: Nei

P: Við megum ekki gleyma því að 15 metra frá þessu heimili er barnaheimili, og það er mikið af lokuðum portum og barnaleikvöllum, og þetta eru akkúrat staðir þar sem sprautunálar eru að finnast í dag. ... Lögreglan hefur fundið sprautur á barnaleikvöllum.
K: En er það ekki bara alls staðar?
P: Jú, það er alveg rétt. Það er ekki bundið við þetta fólk.
posted by ErlaHlyns @ 20:38  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER