Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. jan. 2008
Hver? Ég?
„Þessi borgarstjórnarfundur var hryllilegur. Mér líður enn illa,“ sagði ég við kunningja minn í teiti fyrr í kvöld. Ég var þeirrar óánægju aðnjótandi að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum.

Hann var önnum kafinn í samræður við unga konu þegar mig bar að garði.
„Ertu borgarfulltrúi?,“ spurði hún mig.
Ég neitaði staðfastlega.

Mögulega gera margir raunverulegir borgarfulltrúar slíkt hið sama.
posted by ErlaHlyns @ 23:21  
2 Comments:
  • At 26/1/08 01:14, Blogger Anna Kristjánsdóttir said…

    Hér með viðurkenni ég að ég er asni. Ég nennti ekki að mæta í teitið sannfærð um að ég þekkti engan á staðnum. Svo ert þú þarna og ég sat heima og nagaði neglurnar

     
  • At 26/1/08 03:23, Blogger ErlaHlyns said…

    Iss! segi ég nú bara.

    Þetta var hið fínasta teiti og hefði verið gaman að hitta þig.
    Innleggið þitt um fordóma í nýja blaðinu er líka mjög flott!

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER