Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. jan. 2008
Tik, tak
Vini mínum fannst lítið til spennuþáttarins koma þannig að hann lyngdi aftur augunum á meðan ég lifði mig inn í söguþráðinn.

Aðalpersónurnar höfðu lagt afar hart að sér og svo virtist sem þær myndu innan skamms sjá afrakstur erfiðisins þegar hörmungarnar dundu yfir. Ég tók andköf: Þetta er hræðilegt!

Vinur minn opnaði annað augað og horfði á mig með mikilli hneykslan. Af einhverjum ástæðum fannst honum það ekki jaðra við heimsendi á sama hátt og mér að forsíða Póstsins væri ónýt.

Nú er ég bara þremur þáttum á eftir öllum hinum.
posted by ErlaHlyns @ 20:25  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER