Hugleiðingar konu v. 6.0
 
15. jan. 2008
Misheppnaður búðarþjófur
Hurð skall nærri hælum í kvöld þegar ég gerðist næstum sek um búðarþjófnað, nánar tiltekið peruþjófnað úr Krónunni.

Í verslun Krónunnar uppi á Höfða eru nú komnir fjórir sjálfsafgreiðslukassar og þurfti ég auðvitað að prófa einn þeirra.

Ferlið felst í að skanna vöru og setja beint ofan í poka. Ég gerðist víst sek um að setja skannaða vöru aftur á borðið en tölvurödd sá við mér: „Settu vörur sem þú hefur skannað í innkaupapokann.“

Eftir mikil vandræði við kúrbítsvigtun og -stimplun lét ég perurnar fylgja með í pokann, án þess að hafa látið þær koma nálægt vigtinni. „Vinsamlegast skannið vörur áður en þær eru settar í innkaupapoka,“ gall þá við.
posted by ErlaHlyns @ 00:37  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER