Hugleiðingar konu v. 6.0
 
17. sep. 2008
Trúlofuð tveggja ára
The Tudors eru víst ekki dramaþættir um kennaralið við framhaldsskóla í Brooklyn. Ég hafði ímyndað mér að þarna fengju áhorfendur að fylgjast með ástum og örlögum útbrunninna kennara sem náðu alls ekki á þann stað sem þeir óskuðu helst í lífinu. Frönskukennarinn væri vitanlega útlifuð femme fatale sem kæmi alltaf til kennslu í allt of fleginni blússu. Stærðfræðikennarinn væri nærsýnn og getulaus aðdáandi Píþagórasar sem segði nemendum sínum reglulega sögur af ást sinni á rúmfræði.

Með þessa sýn í höfðinu brá mér mjög þegar ég komst að því að þættirnir fjölluðu um Hinrik áttunda Englandskonung. Faðir hans, Hinrik sjöundi, var einmitt fyrsti konungurinn af Tudor-ættinni. Þrjú af börnum Hinriks áttunda urðu síðar einvaldar í Englandi. Þeirra á meðal er María fyrsta sem síðan hefur verið kölluð Bloody Mary þar sem hún lét á sínum tíma aflífa hundruðir andófsmanna. Eftir að María lést tók hálfsystir hennar við, Elísabet fyrsta, Meydrottningin, sem var síðasti einvaldurinn af Tudor-ættinni.

Þó þættirnir séu byggðir á sönnum atburðum er ýmsu hliðrað til fyrir skemmtanagildið.

Mest er áherslan þó á kynhvöt konungsins en hann fær snemma leið á eiginkonunni og sefur hjá flestum þeim konum öðrum sem hann kemst í tæri við. Áður en samfarir hefjast fá áhorfendur iðulega að sjá tilvonandi hjásvæfur Hinriks naktar og munúðarfullar. Enn höfum við þó ekki fengið að sjá typpið á kónginum, eða kónginn á typpinu. En ég bíð spennt.

Á þessum tíma, í byrjun sextándu aldar, þótti evrópubúum ekkert tiltökumál að börnum væri lofað í hjónaband. Þannig var spænskur frændi Englandsdrottningar þess aðnjótandi að vera gefin hönd dóttur þeirra konungshjóna. Frá þessu var gengið þegar hún var tæplega tíu ára en hann að nálgast þrítugt. Sérstaklega skemmtilegt var að fylgjast með því þegar þau dönsuðu, spjölluðu og gerðu að gamni sínu. Hún spennt fyrir verðandi eiginmanni sínum, hann spenntur fyrir barninu sem hann myndi brátt giftast.

Ekkert varð þó af hjónabandinu enda leiddist kauða biðin. Sá sem María giftist að lokum var annar spænskur frændi, ellefu árum yngri en hún sjálf. María var þó áður lofuð nokkrum mönnum enda notaði Hinrik hana sem pólitískt vopn og gaf dóttur sína oftar en einu sinni til þeirra sem kom sér vel að hafa góða þá stundina. Hún var fyrst trúlofuð aðeins tveggja ára gömul.

Birtist á bloggi dv.is 16. ágúst
posted by ErlaHlyns @ 21:39  
1 Comments:
  • At 17/9/08 22:00, Blogger ErlaHlyns said…

    Aths. af dv.is

    #

    anna 1 mánuður

    Ekki sé ég ástæðu til að gera athugasemd við pistilinn sem slíkan, en mikið skelfing finnst mér þetta bloggumhverfi fráhrindandi.
    Kannski sakna ég þín bara af gamla staðnum ;)

    Ekki sé ég ástæðu til að gera athugasemd við pistilinn sem slíkan, en mikið skelfing finnst mér þetta bloggumhverfi fráhrindandi.
    Kannski sakna ég þín bara af gamla staðnum ;)
    #

    ErlaHlyns 1 mánuður

    Anna: Það viðurkennist fúslega að þetta um hverfi er ekki nærri jafn krúttilegt og bleika jarðaberjaþemað á gömlu síðunni. Kannski ég ætti að vera duglegri að setja inn myndir? Af jarðaberjum?

    Anna: Það viðurkennist fúslega að þetta um hverfi er ekki nærri jafn krúttilegt og bleika jarðaberjaþemað á gömlu síðunni. Kannski ég ætti að vera duglegri að setja inn myndir? Af jarðaberjum?
    #

    anna 4 vikur, 1 dagur

    Góð hugmynd, fleiri jarðarber :)

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER