14. sep. 2010 |
Magnaður 10. bekkur |
Ég lét loksins verða af því að fletta upp í árbókinni frá því ég var í Alþýðuskólanum á Eiðum. Þar fékk ég grun minn staðfestan: Við Jón „stóri“ vorum saman í bekk.
Við vorum þarna nokkur, vandræðabörnin úr borginni. Ég var send í heimavistarskóla því ég var farin að mæta verr í skólann og einkunnirnar farnar að hrapa ískyggilega. Gott ef ég var ekki farin að fá sjöur og jafnvel eina sexu. Auk þess taldi ég allan heiminn á móti mér. Bara þetta venjulega.
Dvölin á Eiðum kom mér á rétt skrið. Því til staðfestingar fékk ég tvenn af fernum verðlaunum sem veitt voru fyrir framúrskarandi námsárangur í veturlok. Ég var þó síður en svo ánægð með þá útkomu. Nei, ég var svona líka fúl yfir því að hafa ekki líka fengið hin tvö. Heimurinn var mér sannarlega andsnúinn.
Ég man samt ekki til þess að Jón blessaður hafi verið til sérstakra vandræða. Ekki frekar en ég, reyndar.
Jón er samt ekki sá eini af mínum gömlu bekkjarfélögum sem hefur komist í kast við fjölmiðla um ævina. Með okkur í bekk var nefnilega sjálfur óskasonur Austfjarða, söngvarinn Magni sem gerði garðinn hvað frægastan þegar hann söng sig inn í hjörtu landans í raunveruleikaþáttunum Supernova.
Þar með er ekki öll sagan sögð því í þessum sama bekk var enn önnur raunveruleikaþáttastjarna, nefnilega Steingrímur Randver, Bachelor með meiru.
Ég hef ekki verið í sambandi við neinn þessara drengja frá því við vorum þarna saman veturlangt á Eiðum. Ég get þó fullyrt að við höfum öll tekið miklum breytingum frá því við sátum fimmtán ára saklaus á skólabekk með kannski eilítið hallærislega klippingu. |
posted by ErlaHlyns @ 19:37 |
|
1 Comments: |
-
sæl erla. leitt að þú sért hætt hjá dv. en ég vona þú sért enþá frílans vegna þess að ég hef helling að segja. ég er laus við geðklofagreininguna sem að ég var aldrei sammála. enda var hún aðeins notuð sem vopn gegn mér. ef þú vildir ræða við mig yrði ég feginn. en ég get ekki ábyrgst að þú fáir að vera óáreitt fyrir fjölskildunni minni. sem var kvótafjölskilda... SPILLING..
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
sæl erla. leitt að þú sért hætt hjá dv. en ég vona þú sért enþá frílans vegna þess að ég hef helling að segja. ég er laus við geðklofagreininguna sem að ég var aldrei sammála. enda var hún aðeins notuð sem vopn gegn mér. ef þú vildir ræða við mig yrði ég feginn. en ég get ekki ábyrgst að þú fáir að vera óáreitt fyrir fjölskildunni minni. sem var kvótafjölskilda... SPILLING..