Hugleiðingar konu v. 6.0
 
21. sep. 2010
Meiðyrðamál og ábyrgð blaðamanna
Ég hélt erindið „Aleigan að veði“ á fundi sem Félag fjölmiðlakvenna stóð fyrir í gærkvöldi. Þar fór ég yfir þá þrjá dóma sem ég hef fengið á mig vegna skrifa minna í DV á síðustu þremur árum.

Fundurinn var vel sóttur af bæði konum og körlum, því karlarnir voru vitanlega líka hjartanlega velkomnir.

Björk Eiðsdóttir blaðakona var einnig með erindi á þessum fundi sem bar yfirskriftina: „Ábyrgð blaðamanna í meiðyrðamálum.“ Innlegg Bjarkar hét „Réttur blaðamannsins?“ og rakti hún þar tildrög þess að hún tók viðtal við stúlku sem starfaði á Goldfinger. Björk var stefnt fyrir skrifin og hún dæmd fyrir orð viðmælanda síns.

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Birtíngs, hélt sömuleiðis fróðlegt erindi um lagalegu hliðina og benti þar sérstaklega á muninn á þeim lögum sem gilda um prentmiðla annars vegar og ljósvakamiðla hins vegar.

Í 73. grein stjórnarskrárinnar segir:
„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.“


Gunnar Ingi benti á að samkvæmt gildandi lögum væri nær að túlka þetta sem:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður blaðamaður þær fyrir dómi.


Því er ekki að undra að margur blaðamaðurinn var heldur langt niðri eftir fundinn, eins upplýsandi og hann nú annars þótti.
„Er sorgmædd yfir stöðu fjölmiðlafólks" og „Eru fleiri en ég þunglyndir eftir fund gærdagsins?“ voru því athugasemdir sem birtust á Fésbókinni blessuðu í framhaldinu.

Frumvarp til laga um fjölmiðla er gríðarstórt í sniðum og fer varla í gegn á næstu mánuðum.

Því er nú tími aðgerða.
posted by ErlaHlyns @ 17:24  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER