Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. okt. 2005
Er Bangsi kominn með kærasta?
Það væri nú eftir öðru að kötturinn minn væri samkynhneigður.

Fyrir nokkru tók ég inn á heimilið síamsköttinn Elmar. Upphaflega ætlaði ég aðeins að hafa hann þar til ég fyndi nýtt heimili handa honum. Nú hafa málin hinsvegar þróast þannig að ég er yfir mig ástfangin af Elmari - og það lítur út fyrir að Bangsi sé það líka. Þeir leika sér saman, deila sandkassa, borða úr sama matardalli og lúlla saman. Þeir eru eiginlega bara hið fullkomna hommapar ;)

Þetta er líklega enn eitt dæmið um það þegar hástéttin verður hrifin af lágstéttinni. Elmar er 3ja ára kisi með ættbók þar sem hann kallast Reykholts Ermar. Bangsi er hinsvegar 5 ára húsköttur sem enginn veit deili á. Það er væntanlega það sem Elmari finnst svona æsandi. Hver er ekki hrifinn af óþekk(t)um og villtum karldýrum?

Þið hundaelskendurnir eruð líkleg að velta fyrir ykkur hvernig voffastrákurinn Dexter tekur þessu öllu saman. Hann og Bangsi hafa nú aldrei náð fullkomlega saman þó sambúðin hafi gengið vel. Nú er líklega komin skýringin - Dexter er "straight".
posted by ErlaHlyns @ 23:07  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER