6. nóv. 2005 |
|
Ég hitti 11 ára vin minn um daginn. Hann spurði mig hvort ég vissi hvað Playboy væri. Ég fékk strax upp í hugann þarna litlu handtölvuna með öllum leikjunum - hvað hét hún aftur? Alveg rétt - Gameboy. Nei, þessi drengur var að spyrja mig um eitthvað annað. Playboy??? Eftir að hafa uppgötvað hvað hann átti við játti ég því að kannast við Playboy. Þá sýndi hann mér stoltur að hann var með Playboy kanínuna um hálsinn. Ég gat ómögulega hrósað hálsmeninu þó mér væri það fjarri að særa 11 ára gamlan dreng. Ég gerði heldur ekki ráð fyrir að hann skildi mig ef ég væri að tala við hann um klámvæðinguna. Það fyrsta sem kom út úr mér var því bara: "Iss", og ég setti upp svip sem átti að þýða að ég vissi að hann væri góður strákur en þetta fyndist mér ekki til fyrirmyndar. Hann vitist fara aðeins hjá sér og sagðist reyndar halda að það væri nú eitthvað klámblað sem héti Playboy. Jafnaldri hans og vinur sem stóð hjá okkur sagði að hann hefði séð klám á Netinu og að það væri sko bara ógeðslegt.
Þetta er semsé málið í dag. Playboy fyrir börnin. Ég hvet þig til að líta í kring um þig næst þegar þú gengur í gegn um skólavörudeildir stórmarkaðanna. Það vill nefnilega svo til að innan um Bangsímon, Köngulóarmanninn og Harry Potter er að finna skólavörur með Playboy kanínunni. Hvað er meira við hæfi en að kaupa bleikt og sætt Playboy pennaveski handa stelpunni sinni þegar hún er að hefja skólagöngu? Myndi það ekki passa vel við "Porn Star In Training" bolinn hennar? |
posted by ErlaHlyns @ 05:58 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|