Hugleiðingar konu v. 6.0
 
1. nóv. 2005
Ég elska te. Ég drekk grænt te, hvítt te og rautt te. Ég drekk allt te nema svart te - það finnst mér ógeð. Undanfarið hef ég drukkið mikið af grænu tei sem er bætt með ginseng og plómum. Þetta þamba ég í vinnunni og reyni að minnka kaffidrykkjuna.
Þegar það er kalt eins og nú hefur verið finnst mér þó svakalega gott að gera svona "gourmet" te. Ég ætla að segja ykkur hvernig það er.

Í teið nota ég:

Ferskt engifer
Sítrónu
Hunang
Cayenne pipar

Ég sker bita af ferskri engiferrót og afhýði. Því næst ríf ég rótina niður á rifjárni og ofan í bolla. Svo kreisti ég 2-3 sítrónubáta þar með. Ég tek síðan cayenne pipar á milli fingurgómanna og dreifi yfir. Því næst fylli ég bollann af vatni og hita í örbylgjunni í tæpar 2 mínútur. Að lokum set ég teskeið af hunangi í heitt teið og hræri.

Þeir sem vilja geta svo sigtað engiferrótina frá. Ég kýs þó að hafa hana með og borða hana í lokin. Þetta te er ekki bara bragðgott heldur hentar líka ansi vel að drekka það ef maður er lasinn eða með hálsbólgu. Ég hef síðan heyrt að engifer sé gott við (morgun)ógleði og að bæði engifer og cayenne pipar örvi blóðrásina.
posted by ErlaHlyns @ 03:26  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER