Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. okt. 2005
Þá er Kvennafrídagurinn að kvöldi kominn. Heyrst hefur að um 45-50 þúsundir hafi verið í bænum - aðallega konur.

Rétt fyrir kl 15 tók ég strætó að Landspítalanum við Hringbrautina og gekk þaðan upp á Skólavörðuholt. Stemmingin var ótrúleg þegar ég gekk þarna upp. Konur streymdu fram úr öllum áttum og leið þeirra allra lá upp á Holtið. Ég vissi að ég var um það bil að taka þátt í einhverju stórkostlegu.

Eins og flestir vita tóku flestir vinnuveitendur vel í daginn og ömuðust ekki við því að konur yfirgæfu staðinn kl 14.08. Margir einnig hvöttu konur sérstaklega til að fara og mótmæla. Sumir töldu sig þó yfir það hafnir. Þar má nefna framkvæmdastjóra Hans Pedersen sem sagði það "ekki vel séð" að konur færu úr vinnunni á þessum tíma. Honum fannst að úr því að fyrirtækið hans hafði einhverntíman fengið jafnréttisverðlaun þá hefðu þær konur sem hjá honum ynnu ekkert að gera í að taka þátt í sameiginlegri baráttu íslenskra kvenna fyrir hærri launum fyrir sig, frænkur sínar og dætur. Nei, Hans Pedersen er víst komið á svarta listann.

Segði mér hvaða önnur fyrirtæki sýndu mótstöðu við þá baráttu sem stóð hátt í dag - en hefur þó staðið lengi og er fjarri lokið.
posted by ErlaHlyns @ 23:39  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER