Hugleiðingar konu v. 6.0
 
18. okt. 2005
Ég var svo stolt af skólanum mínum í dag þegar ég las áskorunina sem öllum nemendum og starfsfólki skólans var send í dag.

Þar segir m.a.

Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á allar stúdínur og starfskonur Háskóla Íslands að leggja niður störf klukkan 14:08 þann 24. október næstkomandi, kvennafrídaginn, og lýsa þannig andúð sinni á þeim kynbundna launamun sem til staðar er á Íslandi. Stúdentaráð hvetur einnig alla stúdenta og starfsmenn Háskóla Íslands til að sýna samstúdínum og samstarfskonum sínum stuðning í verki.

og líka

Konur hafa einungis 64,15% af atvinnutekjum karla. Tímsetningin, 14:08, er því ekki úr lausu lofti gripin þar sem þá er liðinn sá tími sem það tekur karla að vinna sér inn laun kvenna

Alveg hreint óheyrilega flott hjá Stúdentaráði !
posted by ErlaHlyns @ 14:17  
2 Comments:
  • At 18/10/05 22:19, Anonymous Nafnlaus said…

    Viltu vera memm á mánudaginn? Langar svoooo niður í bæ! Annars ætlar mamma líka að leggja niður störf á mánudaginn! :) Geðveikt stolt af henni! Þarf reyndar að reikna hennar 64% þar sem hún er að vinna 12 tíma vaktir.

     
  • At 19/10/05 00:23, Blogger ErlaHlyns said…

    Jáháts ! Ég skal vera memm ;)
    Við verðum í bandi. Vonandi mæta sem flestir. Ég ætla að hvetja allar sem ég þekki að mæta ;)

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER