23. okt. 2005 |
|
Oft hef ég lesið á vefsíðum að þær birtist best í hinum eða þessum vafra. Þetta hef ég aldrei skilið almennilega fyrr en nú. Þessi vefsíða sem þú ert nú að skoða sést nefnilega á ólíkan hátt eftir því hvort þú skoðar hana í Explorer eða Firefox og er útkoman betri og fallegri í þeim fyrrnefnda. Þó er nú svo ver og miður að ég hef kosið að nota þann síðarnefnda og sé því alltaf ljótari útgáfuna :( Miður glöggum lesendum bendi ég á að skoða ólíkar birtingarmyndir flettistikunnar hjá textakassanum (já, þessum hér!) |
posted by ErlaHlyns @ 23:57 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|