Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. okt. 2005
Kristín hefur hér með kitlað mig.
Ég mun því svara kitlinu sómasamlega hér á eftir.

7 ATRIÐI

1. Sjö atriði sem ég ætla að gera áður en ég dey:

Skrifa undir beiðni um að rannsóknarstofnanir Háskólans fái líkama minn til frjálsra rannsókna
Skrifa skáldsögu og gefa hana út
Eignast börn
Hætta að neyta allra dýraafurða
Rækta grænmeti í bakgarðinum
Læra tangó
Finna leið til að fá mann- og kvensæmandi laun fyrir að vinna með fólki.

2. Sjö atriði sem ég get gert:

Tjáð mig þokkalega á þýsku
Þagað yfir leyndarmálum
Hlustað
Eldað indverskan mat
Þulið upp næringargildi ýmissa matvæla
Ryksugað daglega og geri það
Heklað

3. Sjö atriði sem ég get ekki:

Afborið mikla óstundvísi
Byrjað daginn án 2ja kaffibolla
Borðað hamborgara
Sofnað auðveldlega
Borið virðingu fyrir fólki sem finnst það vera betra en allir aðrir
Byrjað á verkefnum án þess að vera komin í tímapressu
Farið eftir ráðum sem ég gef öðrum þó ég viti að þau virki

4. Sjö atriði sem mér finnast heillandi við hitt kynið: (já eða sama kyn eða hreinlega þau bæði...)

Húmor
Heiðarleiki
Uppátækjasemi
Víðsýni
Að vera barna- og dýraunnandi
Að vera sjálfum sér samkvæmur
Að vera vinstri sinnaður

5. Sjö frægar manneskjur sem mér finnast aðlaðandi

Angelina Jolie
Benicio Del Toro
Cameron Diaz
Michael Caine
Jennifer Garner
Paulo Coelho
Charlize Theron

6. Sjö orð eða setningar sem ég læt oft út úr mér

Ó mæ god
Kræst
NEI
Bíddu
Sestu
Komdu
Þegiðu, fíflið þitt (smá grín !)

7. Sjö hlutur sem ég sé einmitt núna.

Elmar kisi
Glósubók, opin þar sem ég hef skrifað nöfnin á persónum í Fávitanum
Extra tyggjópakki, silfraður
Skrúfjárn
Skartgripaskrín sem stendur Erla á
Pied de pepper fótakrem frá Lush
Bók með reikningseyðublöðum fyrir Femínistafélagið


Ég kitla Margréti, Palla, Jórunni, Albertínu og Bjögga.
posted by ErlaHlyns @ 01:00  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER