Hugleiðingar konu v. 6.0
 
29. okt. 2005
Í síðustu færslu gleymdi ég einu atriði. Mig langaði því að bæta við að ég er einnig ákaflega góð í að bakka í stæði. Það eru nefnilega einhverjir þarna úti sem halda að y litningurinn innihaldi dna sem gerir fólki það ókleyft. Ég er hins vegar ein af fjölmörgum lifandi sönnunum þess að það er einfaldlega kolrangt.

Hins vegar eru þær því miður þó nokkrar konurnar sem hafa reynt að bakka í stæði en það hefur ekki tekist sem skyldi. Þær hafa svo heyrt þá fornu goðsögn konur geti ekki bakkað í stæði og tekið það sem gild rök. Það er hins vegar þannig með að bakka eins og svo margt annað - það tekst ekki alltaf í fyrstu atrennu. Æfingin skapar meistarann.
posted by ErlaHlyns @ 00:30  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER