3. nóv. 2005 |
|
Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum sem stigð hefur fæti í Kringluna nýlega að það er óralangt í jólin...
Stundum getur verið erfitt að finna réttu gjöfina. Ein ástæða þess getur verið sú að þú ert með skrambi lélegt minni og manst ekki eftir neinu af því sem ástvinir þínir hafa sagt þér að þeim langi í eða vanti. Því mæli ég með því að ALLIR búi sér til svona gjafasíðu þar sem þeir punkta niður hugmyndir fyrir félaga sem eiga við höfuðmeiðsl að stríða.
Það eru örugglega komin tvö ár síðan ég útbjó mína síðu og hef ég alltaf haft tengil á hana hér á síðunni undir heitinu Draumagjafirnar. Þó veit ég ekki hvort nokkur maður hefur notfært sér þetta. Hinsvegar hefur þetta hjálpað mér þegar fólk kemur og spyr: "Hvað viltu í afmælisgjöf?". Í stað þess að segja: "Ég veit það ekki", því ég man ekki eftir neinu, get ég bara kíkt á þessa síðu mína. Hún er svo uppfærð (ekkert voðalega) reglulega þegar ég hef fengið eða keypt mér það sem þar er að finna og ef mér dettur eitthvað sniðugt í hug til að bæta við. |
posted by ErlaHlyns @ 02:04 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|