Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. jan. 2008
Endurbótaspergilkál


Hrósið fær starfsmaður 10/11 Seljavegi. Ég færði honum spergilkál gærdagsins og sagði það ónýtt. Enga hafði ég kvittunina og sagðist ekkert ætlast til endurgreiðslu; ég vildi bara að þeir vissu að þeir seldu skemmda vöru. Starfsmanninum fannst þetta afar leitt, sagðist ætla að bæta snarlega úr og bauð mér, þrátt fyrir kvittunarleysi, að velja mér aðra vöru.

Spergilkálið sem hér fylgir er líka frá 10/11, nema það er ári yngra en það sem fylgdi síðustu færslu.

Myndirnar eru teknar á sömu myndavél, með sömu stillingu, í sama vaski.
posted by ErlaHlyns @ 22:27  
5 Comments:
  • At 27/1/08 03:45, Blogger Valur said…

    Var þetta ekki allt annað.

     
  • At 27/1/08 03:46, Blogger Anna Kristjánsdóttir said…

    Þegar haft er í huga að þú ert að vinna í Hálsaskógi, mæli ég með því að þú kaupir grænmetið þitt næst í Bónus Hraunbæ 119 eða í Nóatúni í Rofabæ.
    Annars áttu frænku sem vinnur í skrifstofunni í Nettó í Mjódd

     
  • At 28/1/08 00:39, Blogger ErlaHlyns said…

    Anna: Ég á frænkur um allt!

    Valur: Þetta var allt annað líf!

    Blogger-notendur: Hvernig breyti ég stillingum þannig að þessi listi hér birtist ekki nema fólk smelli á tengil???

     
  • At 28/1/08 22:33, Blogger Móðir, kona, meyja said…

    Ekki spyrja mig.

     
  • At 9/2/08 21:08, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég hef nú svo sannarlega ekki fengið svona góða þjónustu þarna. Þó fannst mér taka út yfir allan þjófabálk þegar ég verslaði einu sinni papriku þarna, tók eftir því 10 mínútum síðar heima hjá mér hún var morknuð á annarri hliðinni, arkaði út í búð með kassakvittun að fá henni skipt því mig langaði að hafa papriku í matnum og átti ekki að fá aðra papriku nema borga nokkrar krónur á milli því að það var engin léttari paprika til í paprikudallinum. ÞAÐ fannst mér ASNALEGT!

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER