Hugleiðingar konu v. 6.0
 
2. des. 2008
Gamlar fréttir
Fréttamiðlarnir keppast nú um það hver við annan að segja fréttir af minnkandi áhorfi á þáttinn Gott kvöld á RÚV.

Ég held að atburðarrásin hafi verið svona:

1. Fólk horfði á nýja þáttinn með Ragnhildi Steinunni. Margir höfðu jafnvel mestan áhuga á fötunum hennar.

2. Áhorfendur áttuðu sig á því að hver þáttur var allur tileinkaður einni einsamalli poppstjörnu í heila klukkustund.

3. Áhorfendur nenntu ekki að kveikja á þættinum nema þeirra helsta ædol væri þar aðalgestur. Fyrir flesta var það aldrei.

3. Áhorfstölur duttu niður.


Ég þraukaði aðeins einn heilan þátt, þann með Eivöru Pálsdóttur. Og eins frábær og mér finnst hún vera þá upplifði ég þáttinn sem í það lengsta.
posted by ErlaHlyns @ 23:48  
2 Comments:
  • At 4/12/08 23:26, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég horfi stundum á þennann þátt vegna þess að ég er með hljóðfærablæti, Ragnhildur Steinunn er frekar flott en hún er með algjörar hryllingshárgreiðslur í þessum þáttum og klædd eins og þjóðbúningadúkka frá Múrmansk

    Valtýr/Elvis2

     
  • At 6/12/08 20:50, Anonymous Nafnlaus said…

    þessir þættir eru bara að mínu mati vaðandi yfirborðslegir og ekki nógu skemmtilegir til að halda manni. allt er eitthvað svo "tíhí æðislegt". kannski óheppni fyrir rúv að tíðarandinn er eitthvað að breytast.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER