Hugleiðingar konu v. 6.0
 
20. júl. 2007
Ónýt cohones
Ég er alltaf að flýta mér. Þetta á ekki síður við um lestur en annað.
Þannig reyni ég að ná merkingu setninga með því að horfa á þær í örskotsstund. Stundum verður þetta til þess að ég misskil setningar.

Fyrir mér blasti fréttafyrirsögnin Strákar sparkaðir niður og viðkvæm svæði eyðilögð.

Mér fannst þetta heldur viðkvæmnislegt orðalag yfir að sparkað hefði verið í eistun á þeim. Við nánari kom síðan í ljós að þarna var ekki verið að skrifa um stráka heldur staura.
posted by ErlaHlyns @ 14:14  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER