Hugleiðingar konu v. 6.0
 
1. feb. 2008
Reykur inn, frost inn
„Viltu koma út að reykja?,“ spurði ég vinkonu mína sem ég hitti sjaldnast nú til dags nema á reyksvæðum kaffihúsa. Ég reyki sjálf við sérstök tækifæri en finnst ekki eftirsóknarvert að reykja í frosti. Því taldi ég mig hafa fundið hið fullkomna tækifæri til að sameina örvandi samræður og reykingar þegar ég frétti að kaffihúsin ætluðu að láta reykingafólk óáreitt.

Oftar en ekki höfum við hist á Hressó og oftar en ekki hef ég gefist upp vegna kulda í reykrými, þrátt fyrir hitalampa og flísteppi. Í kvöld sátum við inni á Ölstofunni og reyktum.

Reykingar á Ölstofunni voru sérlega kuldalegar, þrátt fyrir inniveruna. Staðnum var skipt í tvennt; þeir sem voru nær útihurðum reyktu, hinir ekki. En þar sem eigendur Ölstofunnar virtust hafa gleymt þeirri loftræstingu sem þar áður var ákváðu þeir að hafa allar hurðir opnar. Og enn á ný var ég nær frostmarki en áður.

Þrátt fyrir að vera inni í skíðaúlpu læddist kuldinn upp að mér. Tærnar voru næstum frosnar. Reykingastefna Ölstofunnar var því heldur tvíbent; þeir vildu hlífa reykingamönnum við að vera úti en leyfðu frostinu að vera inni.
posted by ErlaHlyns @ 01:02  
6 Comments:
  • At 2/2/08 02:04, Blogger Ágúst Borgþór said…

    Mig langaði til að láta þig vita af þeirri skoðun minni að mér finnst DV orðið bara ansi gott blað og mér finnst það alltaf betra og betra. Ekki síst helgarblaðið. Mér finnst þið mörg þarna vera að gera stórfína hluti við örugglega ekkert of góðar aðstæðar né á of góðum launum. En það vantar eitthvert markaðs- og ímyndarátak. Blaðið gekk of langt á sínum tíma, náði ekki að fóta sig í ágengri blaðamennsku og fékk á sig vondan stimpil sem það hefur ekki losað sig við síðan, þó að það DV sem þið eruð að gefa út núna sé allt annað blað en það sem Mikki Torfa og Illugi Jökuls gáfu út á sínum tíma (þeir annars ágætu menn).

    kv.
    ÁBS

     
  • At 2/2/08 17:39, Blogger Unknown said…

    Alveg sammála Ágústi - þetta er allt annað blað og vel unnið hjá ykkur. Hef verið að kaupa það út í sjoppu en verð vör við fordóma hjá fólki gagnvart blaðinu, fordóma sem eiga ekkert skylt við veruleika DV í dag.

    Markaðsátak gæti vel verið málið. :)

     
  • At 2/2/08 18:46, Blogger ErlaHlyns said…

    Ágúst og farfugl: Ég þakka hrósið. Því miður eru enn einhverjir sem halda að DV sé sama blað og það sem við á ritstjórninni köllum alltaf „gamla DV“.
    Þeim fer þó alltaf fækkandi sem neita að tala við mig þegar ég hringi með þeim rökum að þeir tali ekki við sorablaðið DV. Þeir sem viðhafa slíkan málflutning verða alltaf hvumsa þegar ég spyr þá hvenær þeir lásu blaðið síðast og nefna tvö, þrjú ár.
    Markaðsátak gæti verið ráðið. Hugmyndir að útfærslu?

     
  • At 3/2/08 15:33, Blogger Ágúst Borgþór said…

    Nei, varla. Þetta myndi kalla á dýra og djúpa pr - og auglýsingavinnu. Ég myndi í mesta lagið prófarkalesa draslið í lokin. Menn hafa eflaust lagt töluverða peninga í að endurreisa blaðið en ætli þeirra að ná almennilegri veltu þurfa þeir líka að eyða peningum í ímyndarbreytingu.

     
  • At 3/2/08 15:34, Blogger Ágúst Borgþór said…

    Æ það var allt morandi í prentvillum í þessu kommenti en þetta skilst samt.

     
  • At 5/2/08 00:45, Blogger ErlaHlyns said…

    Ágúst Borgþór: Jú, þetta skilst. Sem betur fer virðumst við á uppleið þannig að bjartsýnin er enn við völd.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER