Einhverra hluta vegna hélt ég að Anita Briem væri í stóru hlutverki í þáttunum The Evidence. Kannski tengist það þeirri staðreynd að kynnirinn á Skjá einum segir: Næst á dagskrá er The Evidence þar sem Anita Briem er í stóru hlutverki.
Anita kom fram í tveimur atriðum í síðasta þætti. Hún var samtals um 30 sekúndur á skjánum.
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
Ég tók ekki tímann á henni í kvöld en það var örugglega minna en 30 sekúndur..
Valtýr/Elvis2