23. sep. 2010 |
Gulrótasúpan sem allir missa af |
Facebook liggur niðri hjá mér þessa stundina. Ég sem ætlaði að fara að deila því með þessum hundruðum Facebook-vina minna að ég væri að borða gulrótasúpu með engifer og kókosmjólk. Þetta er sem sagt status sem fólk missir af.
Ég var að tala við kunningja minn og Facebook liggur líka niðri hjá honum. Við erum bæði viðskiptavinir Vodafone. Kannski er það skýringin.
Annars heyrði ég í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins að Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur segir það geta verið stórhættulegt vera með of mikið af persónuupplýsingum á Facebook ef vírusar fara á kreik.
Menn eru þá í rauninni að afhenda rússnesku mafíunni tölvuna sína, segir Friðrik.
Ég veit reyndar ekki hversu áhugasöm rússneska mafían ætti að vera um mig þannig að þessi líking verður ekki tll þess að ég sleppi því að deila persónulegum upplýsingum um mig á Facebook. Um leið og það kemst aftur í gagnið ætla ég aldeilis að segja öllum frá gulrótasúpunni.Efnisorð: matur |
posted by ErlaHlyns @ 20:53 |
|
1 Comments: |
-
Á þeirri góðu síðu Café Sigrún er uppskrift að Gulróta- og kókossúpu, mjög svipaðri þeirri sem ég var að borða. Mig hefur einmitt langað að laga þessa súpu:
http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=5#uppskrift_456
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Á þeirri góðu síðu Café Sigrún er uppskrift að Gulróta- og kókossúpu, mjög svipaðri þeirri sem ég var að borða. Mig hefur einmitt langað að laga þessa súpu:
http://cafesigrun.com/uppskriftir/?ufl=5#uppskrift_456