Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. feb. 2008
Dresscode í bíó
Á fimmtudaginn verð ég viðstödd frumsýningu kvikmyndar, sem væri ekki í frásögur færandi nema væri fyrir tvennt; þetta er stelpumynd (svokölluð tjikk flikk) og boðsgestir verða að mæta í kjól.

Eins og einhverjum hefur dottið í hug er þetta myndin 27 dresses, mynd um konu sem hefur 27 sinnum verið brúðarmær en aldrei gift sig sjálf. Ef ekki væri fyrir brúðarmeyjahlutann gæti þetta eflaust verið ævisaga mín. Og ef þetta væri ekki tjikk flikk.

Líklega var ég einum of fljót á mér þegar ég ekki aðeins þáði boðsmiðana heldur bauð samstarfskonu með og lét þau orð fylgja að við þyrftum að vera í kjól. Hún sagðist þá eiga bleikan kjól, ekki ósvipaðan einum þeirra kjóla sem brúðarmærin klæddist við eitt brúðkaupið.

Fyrir tíu árum hefði ég eflaust farið í bleikum pallíettukjól á uppákomu sem þessa (jú, ég átti svoleiðis kjól) en í dag veit ég ekki hvað skal gera. Mér fannst bara svo skemmtileg hugmynd að þarna væri dresscode.

Mig vantar sumsé kjól.

Þegar ég sagði mömmu frá þessu minnti hún mig á að árshátíðin hjá fyrirtækinu mínu er eftir mánuð. Henni finnst að ég eigi að fara að finna mér föt. Mér finnst það heldur snemmt. Hún segir að ég væri heldur skammsýn.

Þetta snýst ekki um að ég vilji ekki vera fín. Ég held bara að ég verði ekkert fínni þó ég hugsi um það í mánuð.
posted by ErlaHlyns @ 00:13  
4 Comments:
  • At 12/2/08 10:15, Anonymous Nafnlaus said…

    ég rauk út og keypti mér kjól fyrir árshátíðina í fyrra, bara daginn áður. Hann er æði :D

    (það er útsala í Rokki og Rósum og Spúútnik núna...)

     
  • At 13/2/08 01:05, Blogger ErlaHlyns said…

    Ah, svo það eru enn útsölur. Guði sé lof fyrir þær.

     
  • At 13/2/08 10:24, Anonymous Nafnlaus said…

    Ég bíð spenntur eftir að stelpumyndin Butt Nekkid Bitches verði tekin til sýningar með tilheyrandi dresskódi.. :p

    Valtýr/Elvis2

     
  • At 13/2/08 23:16, Blogger ErlaHlyns said…

    Valtýr: En þar sem þú ert ekki bitch verður væntanlega víðs fjarri góðu gamni. Nema þú vildir koma sem my biatch..

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER