Hugleiðingar konu v. 6.0
 
2. feb. 2008
Sakborningur ákveður refsitíma
Pólstjörnumálið er stórfenglegt, ekki síður en DV þar sem þetta birtist um helgina:

Við yfirheyrslur í gærmorgun spurði Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari Alvar Óskarsson hvað hann hefði átt að fá fyrir sinn þátt í málinu. „Svona sex ár,“ svaraði Alvar að bragði. Kolbrún var þó að spyrja um peningagreiðslu


Verjandi sakborningsins Guðbjarna Traustasonar er Brynjar Níelsson sem hélt því fram fyrir dómi að virða ætti það til refsilækkunar skjólstæðings síns að hann hefði framið þá hetjudáð að sigla yfir hafið á skútu með rifið segl og bilaða talstöð.

Svandís Hólm sagði í Íslandi í dag í kvöld að Brynjar hefði farið á kostum við réttarhöldin.

Mér finnst hálf leitt að hafa ekki getað fylgst með þeim.

Í sjálfhverfu minni mæli ég síðan með viðtali í helgarblaði DV við konu sem hefur verið ofsótt af fyrrverandi eiginmanni sínum í sjö ár. Heimildir lögreglu til að grípa inn í þegar um slík mál er að ræða eru afar takmarkaðar og sér konan ekki fram á að losna út úr vítahringnum, en hún er enn ofsótt...

Þeir sem þekkja til slíkra mála mega gjarnan hafa samband við mig. Ég afþakka þó að fá tugi sms-skilaboða á dag eða símtöl á nóttunni. Ég veit nefnilega að lögreglan gæti ekkert aðhafst, jafnvel þó liði árafjöld.
posted by ErlaHlyns @ 00:07  
4 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER