Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. feb. 2008
Hettupeysa á þingpöllum
Alltaf er verið að reyna að poppa upp stemninguna á vinnustaðnum. Nýjasta tilraunin er sú að hvetja fólk til að mæta í grímubúningum á miðvikudag. Sá í skemmtilegasta búningnum vinnur.

Aldrei hef ég unnið á vinnustað þar sem hugmynd sem þessi hefur komið upp, og aldrei held ég að hún hafi átt jafn illa við.

Allavega gleymi ég seint deginum þegar ég leyfði kæruleysinu að hafa yfirhöndina og mætti til vinnu í strigaskóm, hettupeysu og lopapeysu þar yfir - og var send til að fylgjast með setningu Alþingis.

Annars má velta vöngum yfir því hvaða búningar myndu henta best á slíkum stað. Mér gæti dottið í huga að fara dulbúin sem Gosi. Þannig myndi ég vart skera mig úr.
posted by ErlaHlyns @ 20:19  
2 Comments:
  • At 6/2/08 13:01, Blogger Anna Kristjánsdóttir said…

    Hver var í flottasta búningnum?

     
  • At 7/2/08 15:18, Blogger ErlaHlyns said…

    Anna: Heyrðu, Brynja Björk á Nýju Lífi var fínasta konan sem Súperwoman og Trausti Hafsteins á DV var fínasti maðurinn sem Karíus eða Baktus eða eitthvað svoleiðis :)

    Ég mætti bara sem ég sjálf, og verð reyndar að viðurkenna að mér fannst öskudagurinn vera dagurinn þar á eftir...

    Fórst þú í búning?

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER