Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. sep. 2010
Hvernig skór ert þú?
„Hvað fékkstu í afmælisgjöf?“

Nei, ekki svo einföld spurning. Ég þurfti að hugsa mig um og varð að viðurkenna að eina afmælisgjöfin sem væri komin í hús, ef svo má segja, væru peningar sem pabbi gaf mér fyrir skóm. Sem betur fer var ég í skónum og gat montað mig af þeim.

Auðvitað var ég í skónum alla helgina. Nema þegar ég var inni í íbúðinni minni. Auðvitað. Allir sem hittu mig fengu því að sjá skóna fínu.

Aldeilis góð vinkona mín sagði: „Þessir skór eru ekta þú!“

Á meðfylgjandi mynd má sjá annan skóinn. Ég er semsagt ógurlega mikið einmitt svona.

Hún tók ekki fram hvort ég væri meira hægri skórinn eða vinstri skórinn, þannig að ég held að hún hafi átt við parið í heild sinni.

En stóra spurningin er: Hvernig skór ert þú?
posted by ErlaHlyns @ 19:51  
8 Comments:
  • At 27/9/10 21:36, Anonymous Kristín í París said…

    Ég keypti mér "ekta Kristín" skó um helgina:http://www.spartoo.com/El-Naturalista-TESELA-x38767.php
    Eldrauða:)

     
  • At 27/9/10 22:15, Blogger ErlaHlyns said…

    Geggjað flottir. Sé alveg fyrir mér að þeir séu enn fallegri rauðir og fari þér alveg sérstaklega vel ;)

    Svakalega margir fagrir skór á þessari síðu.

    Ég held svei mér að ég sé loksins loksins komin með þann áhuga sem prýða skal hverja góða konu, nefnilega áhuga á skóm. Nú verður ekki aftur snúið.

     
  • At 28/9/10 08:27, Anonymous Kristín í París said…

    Þetta merki er geggjað. Keypti mér sandala frá þeim í sumar og nú er ekki aftur snúið. Þessa rauðu keypti ég reyndar á hálfvirði, hefði ekki tímt fulla verðinu.

     
  • At 28/9/10 10:01, Blogger Eyja M. Brynjarsdóttir said…

    Vá, hrikalega flottir, bæði Erluskór og Kristínarskór. Þessir skór eru þið, ég sé það alveg :)

    Ég sá stígvél sem mig langar svo í og bíð nú eftir einhverri réttlætingu til að kaupa þau. Getur ekki bara einhver sagt mér að gera það?

     
  • At 29/9/10 22:07, Blogger ErlaHlyns said…

    Mér finnst algjörlega ólíðandi, Eyja, að þú eigir ekki Eyjustígvél. Því legg ég til - nei, ég hreinlega skipa þér - að kaupa þessi stígvél sem allra allra fyrst.

     
  • At 2/10/10 06:49, Anonymous Kristín í París said…

    Ég tek undir með Erlu, go for it, Eyja! Ég get líka sagt þér að líf þitt breytist ekkert endilega til hins betra, en það er samt einhvern veginn lógískara að þramma í gegnum vesenið á réttu skónum!

     
  • At 2/10/10 12:18, Blogger Unknown said…

    Mér finnst þessi stígvél á myndinni reyndar alveg afskaplega mikið ég. Hvar fékkstu þau?

     
  • At 2/10/10 20:16, Blogger ErlaHlyns said…

    Heyrheyr, Kristín!

    Allavega eru þau svöl þannig að ég gæti best trúað að þau væru rosalega bæði þú og ég ;)

    En stígvélin þessi bjuggu áður í Hagkaupum. Þau eru ekki vönduðustu stígvél í heimi en gera sitt gagn. Ég fann einmitt ein falleg OG vönduð í annarri búð og þau kostuðu 39 þúsund. Þá fór ég í Hagkaup.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER