24. sep. 2010 |
Uppskrift að gulrótasúpunni Gulbrá |
Vegna áhuga fólks á gulrótasúpunni sem ég var að borða um daginn birtist hér uppskriftin. Ég hef ákveðið að nefna súpuna Gulbrá.
1 laukur
2 msk rifin engiferrót
10 meðalstórar gulrætur
1 msk karrí
1 tsk chilli
5 dl grænmetissoð
1 dós kókosmjólk
ólívuolía eftir smekk
Maukið allt saman í matvinnsluvél. Mér finnst bera að mauka þetta ekki alveg þannig að maður hafi smá til að tyggja.
Ég borða súpuna með grískri jógúrt út á. Það er líka gott að hafa brauð með, til dæmis nan brauð. Einnig er ógurlega lekkert að setja smá steinselju út á hvern disk til að skreyta og gera súpuna enn gómsætari.
Þetta er alveg ekta vetrarsúpa sem rífur aðeins í og er svona líka fín þegar húmar að. |
posted by ErlaHlyns @ 17:36 |
|
4 Comments: |
-
Namminamm, hljómar vel. Alveg finn ég á mér að gott sé að hafa ferskan kóríander út á í stað steinseljunnar. Ég veit ekki hversu auðvelt er að verða sér úti um ferskan kóríander á Íslandi, en hér kaupi ég hann í svona frystipakka, sem mér finnst alveg snilldarlausn fyrir fólk sem notar ferskar kryddjurtir en getur ekki endilega alltaf verið að kaupa heilu búntin. Auðvitað mun ég svo rækta það í garðinum frá og með næsta sumri...
-
Alveg er ég viss um að kóríander er enn betri út á súpuna en steinselja. Ég hef meira að segja oft séð kóríander í uppskriftum að gulrótasúpum. Steinselja er bara svona ódýr lausn fyrir súpuna til að "lúkka" vel. Kona hefur heyrt að það sé allt sem málið skiptir: Lúkkið. Líka ef þú ert gulrótasúpa.
-
Hvað er þessi uppskrift fyrir marga?
-
Góð spurning! Hún er fyrir fjóra, svona um það bil.
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Namminamm, hljómar vel. Alveg finn ég á mér að gott sé að hafa ferskan kóríander út á í stað steinseljunnar. Ég veit ekki hversu auðvelt er að verða sér úti um ferskan kóríander á Íslandi, en hér kaupi ég hann í svona frystipakka, sem mér finnst alveg snilldarlausn fyrir fólk sem notar ferskar kryddjurtir en getur ekki endilega alltaf verið að kaupa heilu búntin. Auðvitað mun ég svo rækta það í garðinum frá og með næsta sumri...