Hugleiðingar konu v. 6.0
 
13. feb. 2008
Hryllingur í kirkjunni
Dæmi eru um að fólk hafi hætt við að jarðsyngja ástvini sína í Vídalínskirkju vegna umdeilds málverks sem blasir við gestum kirkjunnar. Verkinu sem heitir „Í tímans rás“ hefur verið komið fyrir í staðinn fyrir kross sem prýtt hefur kórinn í kirkjunni.

Á dv.is má sjá mynd af þessu hryllilega málverki sem er þó mun ógeðfelldara í „í eigin persónu“ og því hefði myndin gjarnan mátt vera stærri.

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þetta var uppskorpnuð vampíra að vakna af djúpum svefni.

Fyrirsögn fréttarinnar er á þá leið að hætt hafi verið við jarðarfarir vegna málverksins en ég er öllu forvitnari um þá sem hug höfðu á að láta skíra.
posted by ErlaHlyns @ 23:48  
3 Comments:
  • At 14/2/08 07:15, Anonymous Nafnlaus said…

    sælar !
    mér fannst tessi mynd bara óskøp mannleg. Kannski ekki rétti stadurinn ad nota hana sem altaristøflu en samt hin krúttlegasta :D

    gód kvedja frá herra frískum !

     
  • At 14/2/08 22:50, Blogger ErlaHlyns said…

    Mannleg? Þú meinar gamalmannleg?

    Gott að þú ert orðin frískur, sæti ;)

     
  • At 14/2/08 23:56, Anonymous Nafnlaus said…

    Voðalega er fólk eitthvað viðkvæmt. Mér finnst þessi mynd flott.

    (en nú er ég náttúrlega ekki trúuð og ekki sérstaklega viðkvæm...)

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER