Hugleiðingar konu v. 6.0
 
13. okt. 2010
Allt sem þú vildir vita um þvagleka en þorðir ekki að spyrja
Samkvæmt Facebook hafa 132 staðfest komu sína á einleikinn MAMMA, ÉG?!
Samt eru enn tíu dagar þar til hann verður sýndur. Mér er eiginlega ekkert farið að lítast á blikuna. Verður ekkert pláss fyrir mig?

Hér er á ferð gamansamur einleikur eftir nýbakaða móður um meðgöngu, fæðingu og sjálft móðurhlutverkið. Lilja Katrín var með lífið planað. Hún ætlaði aldrei að vera mamma enda miklu skemmtilegra að djamma, djúsa og fara í skemmtistaðasleiki á sóðalegum börum.
...
En lífið henti Lilju út í djúpu laugina eitt vorkvöld í Köben. Hún varð ólétt eftir einnar nætur gaman og eftir miklar hugleiðingar fram og til baka ákvað hún að eignast barnið. Það var hægara sagt en gert. Lilja komst að því að það var ótal margt sem hún hafði ekki hugmynd um um meðgönguna því enginn hafði sagt henni það. Konur tala ekki um gyllinæð, þvagleka, skeggvöxt og bjúg heldur einblína á að meðgangan, fæðing og það að verða mamma sé bara frábært, æðislegt og meiriháttar - sem það er vissulega. En ekki alltaf.



Já, þannig hljómar lýsingin á þessum æsislega einleik sem Lilja Katrin leikur og skrifaði í samstarfi við Svan Má Snorrason. 


Ólétta Lilju Katrínar er mér alveg sérstaklega hugleikin því við vorum óléttar á sama tíma og unnum á sama vinnustað á meðan, nefnilega fréttadeild DV. Síðan get ég vottað að Lilja Katrín er brjálæðislega fyndin, með munninn langt fyrir neðan nefið, og því ekki von á öðru en afbragði. Ofan á allt þetta er hún með háskólagráðu í leiklist. Eins og einhverjum sé ekki sama.


Sýningin verður í Slippsalnum á Mýrargötu laugardagskvöldið 23. október klukkan 20. 
Það er ókeypis inn og því gildir bara: Fyrstur kemur fyrstur fær. 


Pant vera lang fyrst. Lang lang. Fyrst.
posted by ErlaHlyns @ 07:55  
2 Comments:
  • At 14/10/10 21:41, Anonymous Kristín í París said…

    Vá, ókeypis inn? Hvaða flottheit eru það? Ég hefði sko mætt, væri ég þar en ekki hér...

     
  • At 14/10/10 22:49, Blogger ErlaHlyns said…

    Sýningin er skipulögð í samstarfi við Skotturnar, regnhlífasamtök íslenskra kvennahreyfinga, sem standa að dagskrá í kring um kvennafrídaginn. Þess vegna er þetta svona ógurlega frítt.

    Nú eru Facebook-gestirnir orðinir 172. Ég er farin að vonast eftir stórkostlegum forföllum.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER