10. okt. 2010 |
Þeir sem hafa áhuga á fjárhag mínum |
Forum lögmenn ehf
Þorsteinn Einarsson, lögmaður Rúnars Þórs Róbertssonar fíkniefnasmyglara, vinnur þarna. Eins og kom fram hér á blogginu krafðist hann fjárnáms hjá mér því ekki hafði verið gengið frá greiðslu vegna meiðyrða sem ég var dæmd fyrir vegna skrifa minna í DV. Birtíngur greiddi helming upphæðarinnar kvöldið áður en fjárnámið var á dagskrá og DV hinn helminginn um 20 mínútum áður en fjárnámskrafan var tekin fyrir hjá sýslumanni.
ERGO lögmenn slf
Fyrrverandi lögmaður Viðars Más Friðfinssonar, eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries, starfar þarna. Sem kunnugt er var ég einnig dæmd fyrir meiðyrði og skulda Viðari 700 þúsund krónur vegna þess að ég birti í DV orðrétt ummæli viðmælanda míns - ummæli sem dómara þóttu að heiðri Viðars.
Viðar hefur nú skipt um lögmann og lögmannsstofu. Nýi lögmaðurinn, Kristján Stefánsson, sendei mér bréf fyrir rúmri viku þar sem mér var tilkynnt að ef ekki yrði gengið frá greiðslunni innan viku myndi hann óska eftir fjárnámi hjá mér.
Sem einnig er kunnugt hafa ritstjórar DV vísað málinu frá sér þar sem Birtíngur átti blaðið þegar greinin birtist þar. Um mánuður er síðan ég skrifaði stjórn Birtíngs bréf þar sem ég óskaði eftir afstöðu þeirra til málsins. Ég hef enn ekki fengið svar og útgáfufélagið hefur ekki greitt sektina vegna meiðyrðamálsins
Eftir því sem ég kemst næst tekur það nokkrar vikur, jafnvel nokkra mánuði, þar til fjárnámsbeiðnin verður tekin fyrir hjá sýslumanni.
Og fjarskipti ehf
Þessi uppfletting er gerð tæpum tveimur mánuðum eftir að dóttir mín fæddist. Miðað við almennt sambandsleysi mitt við umheiminn á þessum tíma grunar mig að ég hefi gleymt að borga símareikninginn.
Teris
Hef ekki hugmynd. Teris sér um alla tölvuvinnslu fyrir Sparisjóðina og sum dótturfélög þeirra. Ég hef þegar óskað eftir skýringum á þessari uppflettingu. Vonandi og líklega á hún sér málefnalegar skýringar.
Íslandsbanki
Viðskiptabankinn minn. Mig minnir að ég hafi á þessum tíma sótt um greiðslukort. |
posted by ErlaHlyns @ 21:12 |
|
2 Comments: |
-
Það er stórhættulegt að vera blaðamaður. Ég ætti kannski að fletta mér upp? Kostar það ekki? Setti Vodafone þig á vanskilaskrá fyrir að gleyma að borga einn símreikning?
-
Jújú, Baldur minn. Við erum stórhættu dag hvern. Þú þekkir þetta
Allir geta fengið upplýsingar hjá Lánstrausti um hver hefur flett þeim upp, sér að kostnaðarlausu. Ef þú mætir á staðinn þarftu að sýna þeim skilríki, ef þú hringir senda þeir yfirlitið á lögheimili þitt.
Vodafone setti mig ekki á vanskilaskrá. Þeir, eins og svo margir aðrir, hafa hert aðgerðir sínar gegn þeim sem greiða ekki reikninga á réttum tíma. Mig grunar að þeir hafi athugað hvort ég væri á vanskilaskrá til að geta lagt mat á hvort þeir ættu að loka símareikningnum eða gefa mér sjens.
En ég hef aldrei farið á vanskilaskrá. Þessir aðilar allir eru aðeins að fletta mér upp.
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Það er stórhættulegt að vera blaðamaður. Ég ætti kannski að fletta mér upp? Kostar það ekki?
Setti Vodafone þig á vanskilaskrá fyrir að gleyma að borga einn símreikning?