Hugleiðingar konu v. 6.0
 
8. okt. 2010
Eiðsvarið blogg
Hver var það eiginlega sem fékk hugmyndina að því að nefna spurningakeppni sveitarfélaganna Útsvar?
Ég get svarið að ég myndi vilja útnefna viðkomandi til einhverra fínna verðlauna.

Flest umslög sem berast inn um bréfalúguna þessa dagana innihalda lítinn glaðning. Þannig var ég full svartsýni þegar ég opnaði bréf frá Tollstjóranum. Heldur betur varð ég þó kátari þegar mér varð kunnugt um erindi hans:

„Þinggjöld og útsvar, eftirstöðvar. 1. okt. 2010. 8.414"

Það vildi reyndar þannig til að spurningaþátturinn (blessaður) var endursýndur og í sjónvarpinu einmitt þegar ég las þessa línu.

Útsvar. Þjóðkunnugt fólk að besserwisserast og gera sig að fíflum við að leika einhver asnaleg orð.

Útsvar. Viskan beint í æð og sveitungar í áður óþekktri kærleiksvímu.

Útsvar. Já, þetta var ég tilbúin til að borga.

Sá sem fékk þessa hugmynd hefur klárlega toppað þann sem vildi að spurningaþáttur ríkisins héti: Fjármagnstekjuskattur
posted by ErlaHlyns @ 23:01  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER