Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. okt. 2010
Ekkert í sjónvarpinu. Bókstaflega
Kæru lesendur. 

Mig langaði bara að nota þennan vettvang og þetta einstaka tækifæri til að koma á framfæri þakklæti mínu til Símans og Gagnaveitu Reykjavíkur - þakklætis sem hefur búið um sig í hjarta mínu og ítrekað reynt að finna sér farveg.

Þannig er nefnilega mál með vexti að ég sé ekkert í sjónvarpinu. Ekki RÚV, ekki Skjá Einn, ekki Stöð 2, ekki allar erlendu rásirnar sem ég er búin að borga áskrift að. 

Ekkert. 

Þessi merki atburður á sér stað einmitt nú þegar landslið Íslands og Portúgals eigast við í beinni útsendingu. Heppin ég að sleppa
.
Tekið skal fram að ég sé ekki einu sinni þetta

Ástæðan fyrir því að ég sé ekkert í sjónvarpinu er að Síminn er búinn að loka fyrir Breiðbandið en ég horfði einmitt á sjónvarpið þá leiðina.

Gagnaveita Reykjavíkur, sem heyrir undir Orkuveituna, gróf upp garðinn minn í sumar og lagði þar ljósleiðara. Hann hefur samt ekki verið tengdur. 

Ég hafði samband við Gagnaveituna fyrir stuttu og fékk skriflegt svar við fyrirspurn minni þann 24. september:

„Verið er að tengja þitt hverfi en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær því lýkur. Tilkynning verður send þegar tengingu við Ljósleiðarann er lokið. Vonast er til að framkvæmdum ljúki á þessu ári.“

Einhverjum þarf að þakka fyrir þetta allt saman. Þó varla útrásarvíkingunum. Ég þakka því Símanum. Já, og Gagnaveitunni. 


Góðar stundir
posted by ErlaHlyns @ 20:38  
1 Comments:
  • At 17/10/10 08:37, Blogger ErlaHlyns said…

    Bróðir minn lagði í 30 þúsund króna framkvæmdir og nú náum við sjónvarpsútsendingum.

    Ég talaði aftur við Gagnaveituna og þar fæ ég þær upplýsingar að það sé alls ekki á dagskrá ÞETTA ÁRIÐ að virkja ljósleiðarann hjá mér.

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER