15. okt. 2010 |
Pink fist |
„Bleiki hnefinn - aðgerðahópur róttækra kynvillinga“ skorar á hinsegin fólk að gefa kost á sér til stjórnlagaþings.
Eftirfarandi er brot úr samtali mínu við liðlega tvítugan dreng.
Erla: Bleiki hnefinn? Vekur það ekki upp svolítið óþægileg hugrenningatengsl?
Drengur: Það ert bara þú sem ert með svona saurugan hugsunarhátt
Erla: Heyrðu, ég er að hugsa nákvæmlega það sama og þú! (sagði hún í trausti hæfileika sinna til hugsanalesturs)
Drengur: Já, ég er líka nýkominn með hvolpavit. Þú ert að verða fertug! |
posted by ErlaHlyns @ 17:51 |
|
2 Comments: |
-
Afsakaðu að ég skrifi nafnlaust. Skal taka á mig að vera hugleysingi.
Ég átta mig bara ekki þessum óþægilegu hugrenningartengslum. Kannski er þetta svona saurugt að ekki er hægt að birta skýringu en það myndi alla vega hjálpa mér mikið.
Þegar ég reyndi að geta í þetta sá ég bara fyrir mér vænan lim með bleikan hnefa í stað toppstykkis.
-
Það var með vilja gert að birta ekki skýringar. Ágiskun þín er því miður, eða kannski sem betur fer, ekki það sem við drengurinn höfðum í huga.
Þú getur huggað þig við að vera hjartahreinni en við hin. Mannkynið á enn von. Já, ég legg hreinlega til að þú bjóðir þig fram til stjórnlagaþings.
|
|
<< Forsíða |
|
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Afsakaðu að ég skrifi nafnlaust. Skal taka á mig að vera hugleysingi.
Ég átta mig bara ekki þessum óþægilegu hugrenningartengslum. Kannski er þetta svona saurugt að ekki er hægt að birta skýringu en það myndi alla vega hjálpa mér mikið.
Þegar ég reyndi að geta í þetta sá ég bara fyrir mér vænan lim með bleikan hnefa í stað toppstykkis.